Nú stendur ekki lítið til...
Það verður nebblega HSSR árshátíð núna um helgina og öllu tjaldað sem til er. Isspiss sendir lið í sérstaka forkeppni árshátíðarinnar á vegum Drifstúta og hjálparkokka. Liðið er búið að samræma aðgerðir og útvega hinn margvíslegasta búnað eins og snjóflóðaýli, áttur og hvaðeina. Liðið er vandlega undirbúið og hefur séð stóran hluta af búnaðinum og jafnvel notað eitthvað af honum. Snjóflóðaýlirinn er reyndar svona meira ofan á brauð hjá okkur.
Forkeppnin sem gengur undir nafninu drifstútarallí fer fram á laugardeginum og síðan um kvöldið er árshátíðin sjálf í einu af öldurhúsum bæjarins þar sem meðal viðburða verður að sigurlið Isspiss tekur við verðlaunabikar vegna þátttökunnar í drifstútarallinu. Reyndar eru einhverjar líkur á að bikarinn verði svona skammarverðlaunabikar en af því höfum við ekki hinar minnstu áhyggjur því það skal hafa gaman af þessu.
Liðið mun samanstanda af Örnu hinni eljusömu, Kötu hinni kátu og Ragga hinum rosalega.
En meira um þetta einhvern tíman seinna þegar liðið hefur náð sér eftir herlegheitin! |
<< Home