leynifélagið isspiss

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Fjallamennska 1

Að fara í þrautakóng með undanförunum

Hoppa og skoppa á öðrum fæti eins og kengúra
Það var ekki legið í leti um helgina eða djammað og djúsað. Neibbs, Isspiss og allir nýliðarnir sem vettlingu gátu valdið fóru á fjöll með sínum heittelskuðu undanförum.

Allt í undirbúningi

Alls konar útbúnaður og tékk á M6 áður en lagt skyldi í'ann

Það var safnast saman á M6 þrátt fyrir að það væri náttúrlega verið að spá snarvitlausu veðri. Veðurfræðingurinn í sjónvarpinu sagði að það væri ekkert ferðaveður en auðvitað tókum við ekkert mark á honum frekar en fyrri daginn og mættum gallvösk á M6.

Eitthvað hafði svo spurst út til okkar Isspissara að plön ferðarinnar væru breytingum undirorpin. Búið að afskrifa að fara beint í Landmannalaugar og ætlunin að hýrast í einhverjum gangnamannakofa í einhverjum Hólaskógi. Líklega músjettnum og lítt kræsilegm enda tilgangur ferðarinnar að ganga fram af okkur byrjendum eða svo hefði mátt halda.
Málin skeggrædd

Ispiss: Raggi, Laufey og Arna stinga saman nefjum á M6

Málin voru skeggrædd frá öllum hliðum og sitt sýndist hverjum en niðurstaðan varð sú að lagt skyldi af stað. Og það var heill bílafloti sem fór þar í ferðalag. Ein stærðarinnar rúta sem var fengin að láni og svo tjaldaði HSSR því til sem til var. Þrír reykir þ.e. tveir hvítir japanskir Patrolreykir og svo einn rauður af þýðverskum uppruna. Í myrkrinu var farið austur fyrir fjall sem reyndar er að verða hálf upplýst með alls konar borverkum hér og hvar og einhverjum upplýstum stórhýsum OR manna. Skyldi Skeggi vita af þessu. Það verður eflaust uppi fótur og fit þegar hann rumskar. En svo var komið í Hólaskóginn þar sem reyndar vex ekkert tré víst. Svona platnafn eins og Grænland. Svo var þessi gangnamannakofi líka algjört plat. Þetta var sko enginn kofi og enginn músagangur. Nei, tvær hæðir, kojur í massavís með svefnplássi fyrir eitthvað 100 manns eða guð má vita hvað. Klósett og sturta, eldhús og hvaðeins. Örugglega var þarna einhvers staðar gufubað þó það hafi ekki fundist.

En eftir að við frekir og frakkir nýliðar höfðum stolist til að slafra í okkur núðlusúpur og annað góðgæti var okkur hent út á guð og gaddinn. Ég var með fjófum öðrum í hópi að læra af heilum þreumur leiðbeinendum... næstum því einkakennsla já, ekki slæmt það!

En það var farið í rötunaræfingu og arkað eitthvað út í mykrið. Fólst þetta í ísaxarleit enda dæmigert fyrir undanfara að fá sér göngutúr í kolniðamyrkri á hjara veraldar og sáldra ísöxum út um allt. Kallast mættu það axarsköft!

En svo var farið að sofa og svo kom morgunn með kaffi og alls konar sniðugheitum. Eftir að hafa slafrað í sig hafragraut var skipt liði og skálinn þrifinn hátt og lágt.
Baddi og Dóri vígalegir með kústinn

Baddi og Dóri vígalegir með kústana á lofti í eldhúsinu fína

Síðan var gert ferðbúið og lagt í hann. Alls konar búnaður sem maður þurfti að hengja á sig, snjóflóðaýlar, áttavitar og hvers konar dinglumdangl. Maður var að verða eins og jólatré!
Komin í Hólaskóginn

Allt að verða klárt!

Svo var safnast saman í morgunskímunni og tékkað á því tékka þurfti á, svona snjóflóðaýlum og einhverju dóti. Það var kannski ekkert vanþörf á að telja líka kjart í liðið þegar hetjur eins og Dóri voru farnar að naga neglur!
Dóri ...

Dóri að naga neglurnar!

Nei, auðvitað bara grín og fíflagangur því eins og glöggari lesendur sjá þá er hann ekkert að naga nelgurnar heldur bara að taka sér gúlsopa úr kamelkryppunni í bakpokanum og Dóri auk þess ávallt svellkaldur eins og allir hinir enda allt góðum gír hjá okkur!

En inn á Dómadalsleið héldum við áleiðis til Landmannahellis. Þar skyldi gist, ekki í hellinum sko heldur í skála frekar. Skál fyrir því!

Ferðin sóttist hins vegar eitthvað hægar en einhverjir hefði kosið. Snjór á veginum en reyndar eiginlega bara þar. Dálítið kúnstugt að það voru tvö vandamál þarna að hrjá okkur. Allt of mikill snjór á veginum en síðan snjóleysi allt um kring. Þetta endaði svo með því að keðjum var brugðið um hjólbarðana.
Lambi að bjástra við keðjurnar

Lambi að bjástra við keðjudótið

keðjurnar komnar á

Keðjurnar komnar á!


En orkan í hópnum var helst til of mikil og var ákveðið að bregða frekar undir sig betri fætinum en að húka inn í farartækjunum sem komust auk þess ekki mikið áfram í þæfingnum.
On we go !

Áfram gakk allir mínir nýliðar


Svo far rúntað eitthvað áfram en loks var ljóst a´rútuskömmin færi ekki lengra að þessu sinni. Var þá bara ferðbúist og arkað af stað, vaskur hópur. Reyndar var hér myndavélin Eirasans skilin eftir og því ekki fleiri mynda að vænta úr þeirri áttinni nema þennan svanasöng hér áður en lagt af í hann. [í svona svaðilförum er ekki hægt að vera að láta myndavélar þyngja pokann eða stela athyglinni frá manni!]Að ferðbúast í fyrstu gönguna

Að ferðbúast

Svo hófst nú gamanið fyrir alvöru og en aðal gaman ferðarinnar var auðvitað að fara í þrautakóng sem undanfarararnir voru búnir að skipuleggja.

Fyrst skyldi okkur kennt á ísexina [reyndar þegar búið var að kenna okkur að gera snjó(flóða)prófíl svo öllu sé nú til haga haldið]. Það er svona skaðræðistól sem hægt er að nota til að verða sjálfum sér og öðrum að fjörtjóni en líka til að stoppa sig í brekku ef eitthvað fer öðru vísi en til er ætlast. Það var arkað upp í brekku og þar skyldi runnið af stað. Eitthvað lét nú rennslið standa á sér en þá var bara að kasta sér áfram og búa ti rennsli með skriðþunganum. Undirritaður sem þóttist auðvitað vera reyndari en flestir rann eins og hinir en var eitthvað klaufskur og vitlaus og snéri sér á kolranga hlið og var eitthvað ekki að gera sig í þessu. Annars gekk þetta svo sem ágætlega fyrir utan að erfitt var að komast af stað til að renna niður brekkuna þegar harðfennið var í raun ekkert.

En svo var bara haldið áfram og næst í þrautakónginum var að ganga í mannbroddum. Það var auðvitað bara barnaleikur fyrir reynda fjallafara. Sem varð nú ekki til annars en að yðar einlægur datt á hausinn í einhverri skaflaskömm og gerði gat á brókina sína. En það er svo sem allt í lagi. Maður verður þá bara bransalegri fyrir vikið!

Svo var það línulabbið. Það sem hlelst var gert sér til dundurs þar var að einn af öðrum þóttist detta á hausinn og þá áttu hinir að stöðva fallið. Þetta var allt hið besta nema að æfingin var svona meira á jafnsléttu og þá eiginlega svona meira til gamans. En jú það lærðu allir sitt og þetta var allt til gamans. Annars var eitthvað svo skítkalt þarna að maður var næstum dauður úr kulda.

Gamanið náði síðan hámarki þegar snjótryggingar voru æfðar. Ísaxir og alls konar dót var grafið niður og svo var togað og rykkt. Sumt var fastara en annað þó flest hafi nú losnað ef nógu mikið var rykkt í... en svo kom myrkur.

Þá var arkað heim í skála. Þar var þröng á þingi. Matarhópar slógust um eldavélina og hinir margvíslegustu pastaréttir voru eldaðir. Snjór var bræddur í kílóavís og allir undu sér glaðir við sitt. Eitthvað fréttist af úrbeinuðu lambalærisáti og kartöflustráum og jafnvel eftirréttum með mangó og rjóma í lítravís.

þar voru snæddir dularfullir ávextir
(From the tiny camera of Björk)

En það sem maður hefur ekki séð getur varla hafa gerst þó betra sé nú að hafa það er skemmtilegra reynist.

Það voru allir eitthvað hálf þreyttir og þrátt fyrir alls kyns læti og skemmtilegheit, svefngalsa og mikið fjör var eitthvað lítil orka eftir og allir svo bara sofnaðir. Úti fyrir breyttist skipaðist veður í lofti og var kominn þessi líka sallafíni snjóstormur einvhern tíman undir morgun.

Eftir hrikalegt hafragrautsát, tilekt í skálanum sem ætlaði engan endi að taka og einn hókírókípókí sem tókst reynar ekki alveg að klára var haldið af stað.

Lagt í'ann (Björk made this!)


Snjóstormurinn geysaði sem aldrei fyrr en hann varð að láta í minni pokann fyrir slyddunni sem var svo leyst af hólmi með þessari líka fínu irgningu.

Það voru blautir skátar í blautum búskum með jafnvel enn blautari bakpoka sem komust til baka í rúturnar. Sárir hælar, gott skap en kannski dálítil syfja ríkti í hópnum sem hélt heim.

Jamms, barasta hin fínasta ferð sem var allt í einu bara bjúin!

Og einnig. Ef einhver les þá má alveg koma fram að ferðin var fín og skipulögð alveg út í eitt, enda ekkert smáverkefni að fara með allan þennan hóp með mjög mismunandi reynslu út í óvissina til að fara í allan þennan þrautakóng sem farið var í og bara ekkert klikkaði sem hægt er að tala um!

Svo eru fleir myndir á myndasíðunnu bjork.ws.
Þar má t.d. sjá hetjulega tilburði með ísaxir og annan háskabúnað og líka sönnunargögn um meint hóglífi sumra sem fólst í áti úrbeinaðra lambalæra, kartöflustrá og allskyns!

Steikur var það
From the tiny camera of Björk...)


Allt í lagi, ég veit... það tókst engum að lesa í gegnum þetta allt - svo sem alveg skiljanlegt, aldrei myndi mér takast það... enda var þetta skrifað í alveg þremur ef ekki átta atrennum!

|